Hvort ertu Plús eða Mínus
16.11.2008 | 17:54
Ég sá mjög sniðugt blogg hjá Alwyn Cosgrove, (fitness þjálfara í USA) hérna um árið og langaði að skrifa aðeins hvað þetta efni.
Þessi grein hjá honum fjallaði um ákveðna orku, á hvaða sviði sem er í lífinu; í fjármálum þínum, einkalífinu, vinirnir eða hvað sem er. Allt snýst um að halda ákveðnu jafnvægi (svoldið væmið), og að koma út í plús... fjármála snillingarnir tala um þetta sem peningar inn og peningar út,
Hlutir sem láta þig eyða peningum = mínus
Hlutir sem láta þig græða peninga = plús... ég er þó engin sérfræðingur á sviði peninga :)
Þetta hugarfar er hægt að nota á hinum ýmsu sviðum lífsins. t.d varðandi mataræði, fólk sem þú umgengst, og hluti sem þú gerir... svo lítið sé nefnt
Mataræði
Hollur matur sem gefur þér mikla orku lætur þér líða vel = Plús
Óhollur matur sem dregur úr þér orku (t.d blóðsykurfall) og dregur þannig úr þér = mínus
Fólk
Fólk sem veitir þér hvatningu og gefur þér orku = plús
Fólk sem rífur þig niður og dregur úr þér orku = mínus
Hlutir sem þú gerir...
... sem veita þér aukna orku (eins og að æfa) og drífa þig áfram = plús
... sem draga þig niður og gera þig þreyttan og orkulausan = mínus
Margir vilja halda því fram að árangur í lífinu snúist um að fækka mínusum og fjölga plúsum, og er ég bara því hjartanlega sammála. Ef þér líður betur (plús) þá hlýturðu að hafa meiri vilja fyrir sköpunargleðina og metnaðinn.
Einu sinni var ég með þjálfara sem gerði ekkert nema að skammast í leikmönnum og voðalega lítið uppbyggjandi í garð leikmanna, eins og að segja þeim til og reyna bæta þá á uppbyggilegan hátt = mínus persónuleiki, ekki þurfi að spyrja að árangri og vinsældum þessa manns.
Annar maður sem var að þjálfa mig, og að mínu mati mun betri þjálfari, sem talaði sífellt jákvætt til leikmanna, hvatti þá áfram og fann yfirleitt alltaf jákvæðu hliðarnar og lausnir á öllum vandamálum. Og í minn garð þá tók hann mig oft afsíðis og sagði mér til, hvað ég gæti gert betur og fór með okkur á séræfingar... þeas var sífellt í því að byggja mann upp en ekki rífa mann niður. = plús persónuleiki
Það þarf nú ekki að spyrja að því hvort sé betra!!
Athugasemdir
Þú ert svo jákvæður :) keep it up!
JMG, 18.11.2008 kl. 14:28
Óhollur matur er oftast með fleirri kcal þannig að það hlýtur að vera plús.
Haukur Már Sveinsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 18:53
það fer eftir því hvernig þú lítur á það... þú vilt þyngjast á meðan að allir hinir vilja léttast!!
Einar Óli Þorvarðarson, 19.11.2008 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.