Einkaþjálfarar
30.12.2008 | 15:10
Ahhh nú fer að koma janúar... heitast mánuður ársins í líkamsræktargeiranum og allir fara og kaupa sér kort - margir nota það illa, sumir nota það betur og aðrir fá sér einkaþjálfara til þess að sjá um þetta vesen fyrir sig. En er sá sem þú ert að fara til nægilega klár til þess að heimta af þér 30-50 þúsund krónur á mánuði? Hvaða menntun er einstaklingurinn með? Veit þessi einstaklingur hvernig á að þjálfa þig eða er hann bara að setja þig í fyrirfram-tilbúið prógramm sem á að henta fyrir alla?
Svo eru fullt af öðrum spurningum sem má spyrja sig að áður en maður fær sér þjálfara... en að mínu mati er menntunin það sem mestu máli skiptir, þar beint á eftir kemur reynslan - sem er auðvitað ómetanleg.
Hérna í lokinn er spurningalisti sem þú getur látið verðandi einkaþjálfarann þinn svara til þess að ganga í skugga um það að hann sé nægilega hæfur til þess að sjá um þjálfunina þína.
Mikið hefur verið rætt um í mínum kollega og vinahópi hversu hæfir einkaþjálfarar séu. Að mínu viti þá eru a.m.k 70% þeirra ekki nægilega menntaðir á sínu sviði til þess að fá að starfa við einkaþjálfun (núna verða einhverjir reiðir við mig, en mér er alveg sama).
Ok! Þú kannski tekur þetta ekki alveg gott og gilt hjá mér, en hugsaðu aðeins út í það sem ég mun segja hérna á eftir (opnaðu huga þinn aðeins): Ef þú ætlar að fá þjónustu við bókhaldið þitt, bílinn þinn, tölvuna þína eða fara í klippingu, þá koma að því fagfólk sem hefur á bak við sig a.m.k 3-5 ára sérmenntun í fagi sínu, margir hverjir eru með háskólapróf og aðrir með iðnnám og jafnvel meistararéttindi. Þetta þykir okkur alveg sjálfsagt sem neytendur og ef þetta væri ekki svona þá myndum við gera kröfu á bætt ástand. En með þjálfun líkama okkar, OKKAR EIGIN LÍKAMA þá gerum við miklu minni kröfur... sem er bara rangt hjá okkur því við eigum bara einn líkama, en aftur á móti getum alltaf keypt okkur annan bíl og hárið á okkur vex alltaf aftur. Þannig að forgangurinn hjá okkur er ekki alveg réttur, þetta ætti að vera öfugt.
Ég veit það fyrir víst að margir einkaþjálfarar eru einungis með 2-3 helga námskeið, eða 10 vikna námskeið (ég tók einmitt þannig á sínum tíma) og þá eru þeir útskrifaðir, sumir hafa reynslu en aðrir ekki - og í einstaka tilfellum kemur reynsla manni jafn langt og menntum, en maður þarf þó alltaf að vera að mennta sig (sjálfur eða með skólum og námskeiðum).
En er þetta max 20 vikna nám nóg til þess að bera ábyrgð á líkamlegu formi þínu....???
Hérna er spurningalisti sem ég fann á netinu og uppfærði smá sjálfur. Þessi listi er mjög góður fyrir fólk sem er að spá í einkaþjálfun, endilega að láta þjálfarann svara þessum spurningum... enda er hann sá sem mun bera ábyrgð á líkamlegri heilsu ykkar næstu vikurnar, þannig það er bara sanngjarnt að maður kanni gæði hans áður en maður greiðir fyrir þjónusu hans.
Góður þjálfari sem er klár á sínu fagi setur ekki svona spurningalista fyrir sig, og sá sem er metnaðarfullur hann lærir um það sem hann gat ekki svarað rétt. Menntun er máttur.
Spurningalisti sem þú lætur þjálfarann þinn svara ÁÐUR en þú ræður hann!!
1. Mig langar að bæta á mig 20 kg af vöðvamassa á einu ári. Geturðu hjálpað mér?
Rangt svar: já blessaður, borgaðu mér bara og þetta verður ekkert mál.
Rétt svar: að bæta á sig 20 kg af vöðvamassa á einu ári er ekki raunhæft markmið. En ég get hins vegar hjálpað þér að bæta eins miklu á þig og þessi tími leyfir okkur.
2. Hvar á upphandleggnum festist pectoralis minor
Þetta er trick spurning, því pectoralis minor festist ekki á upphandlegginn. Hann festist á herðablaðið og svo festist hann líka á brjóstkassann en kemur ekkert nálægt upphandleggnum
3. Hvert er hlutverk Lower Trapezius vöðvans
Þetta er svoldið advanced spurning en mjög góð spurning líka. Hjá flestum þá er ójafnvægi á milli Upper Trap vöðvans og Lower, sem er mjög slæmt fyrir heilsu axlarliðarins því þá liggur herðablaðið ofar en það ætti að gera, depression er skert þarna. Hlutverk Lower trap vöðvans er að draga herðablaðið niður (depression), eða andstæðan við að ypta öxlum.
4. Hvernig teygirðu á middle (mið) deltoid vöðvanum
ef þjálfarinn sýnir þér teygjuna hérna á myndinni þá er hann ekki sá besti. Því þessi teygja teygir á posterior (aftari) deltoid (axlarvöðvi) vöðvanum og vöðvunum á milli herðablaðanna (t.d m.rhomboidei). Svarið við þessari spurningu er frekar erfitt, því það er mjög erfitt að teygja mið-hluta deltoideus
Sum up
Ég vill koma því á framfæri að ég er ekki að drulla yfir einkaþjálfara, og er ekki heldur að halda því fram að ég sé fullkomin á neinn hátt. Ég er sjálfur með þetta svokallaða einkaþjálfara-próf frá því 2005. Þetta blogg er fyrir hinn almenna kaupanda einkaþjálfara þannig að hann fái það besta fyrir peningana sína, því þessi þjónusta er auðvitað mjög dýr. Einnig vill ég koma á framfæri með þessu bloggi er að nám fyrir einkaþjálfara er stórlega ábótavant hérna á Íslandi.
Að auki þá vill ég hvetja alla þá þjálfara sem eru starfandi á landinu að bæta sig í starfi sínu og auka þekkingu sína með lestri á greinum, bókum og öðrum nytsamlegum hlutum - þekking er máttur!!!
Untill next time EÓ
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Afhverju???
29.12.2008 | 00:48
Ég fór í ræktina í dag og tók vel á því en í leiðinni ákvað ég að fylgjast með fólkinu sem var að æfa í kring um mig og ég komst að nokkrum mjög athyglisverðum hlutum...
Hérna eru topp 5 dagsins:
- Það er auðveldast í heimi að verða OF massaður, sérstaklega ef þú ert kona og lyftir handlóðum.
- Að vera vöðvamikill og sterkur er beinlínis hættulegt og getur skaðað þig bæði andlega og líkamlega.
- Power-plate getur ALLT og er besta tæki í heimi. Madonna segir það allavega!!!
- Mikilvægasta teygja ever er á milli herðablaðanna (teygjan sem sumir kalla axlarteygjuna, assholes). Þessir vöðvar eru nefnilega svo stuttir!
- Ef þú ert í yfirvigt þá eru Side bends besta æfing í heimi ásamt snúnings-magatækinu, því þá brennirðu fitunni á þessu svæði (hliðarspikið).

Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er það loksins búið...
21.12.2008 | 21:43
Tímabil ömurlegheita, aumingjaskaps, almennra leiðinda og stress vegna prófa er loksins búið og þriðja ár í sjúkraþjálfun er hálfnað og iðra-kúrsarnir að baki. Þess má líka til gamans geta að þetta var seinasta jólaprófatörnin í lengri tíma, næsta verður einhversstaðar í útlöndum þar sem ég verð í masters námi í þessum fræðum... ekki iðrum og þannig drasli þó!!
Þessi deild (læknadeild H.Í) er alveg einstök, við tilheyrum svokallaðri heilbrigðisvísindadeild, sem stangast aðeins á við það að þetta tímabil því það var örugglega það óheilbrigðasta sem ég hef gert lengi. Hérna er eitt eða tvennt sem gékk á á þessum tíma:
- Lærdómur frá kl c.a 9.00 - 23.00
- Nánast engar æfingar nema accessory æfingar með teygju og svo eitt handlóð sem við vorum með inní stofu hjá okkur, til þess eins að halda geðheilsunni.
- Kaffidrykkja fór upp úr öllu hófi og Red-Kick tók svo á því í lok prófanna.
- Skeggsöfnun hófst, og mikið var deilt um hvort það væri flott eða ekki. Mér fannst það persónulega mjög karmannlegt.
- Almennt nöldur, væl og volæði varðandi hina ýmsu hluti - aðallega námið og magn þess sem við þurftum að troða inn í litla heilann á okkur á ennþá minni tíma.
En the bottom line er að þessi prófatörn var frekar strembin og má deila um functional gildi hennar fyrir mig sem verðandi sjúkraþjálfara. T.d þá sé ég ekki alveg tilgangin með að vita eftirfarandi 3 atriði:
- Skurðskiptingu lifrarinnar í 8 mismunandi hluta
- Hvort gallgangarnir sameinist innan eða utan lifrarinnar
- Hvaða 5 mismunandi seytifrumur eru til í maganum og hvaða efnum þær seyta.

Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Thanksgiving
27.11.2008 | 08:51
Þar sem ég er á fullu í prófum þessa stundina þá gæti verið að bloggunum fækki aðeins... en ég ætla þó að reyna finna mér tíma til að tjá mig innan um þessi æsispennandi próf í innri líffærum mannslíkamans... úff
Núna um helgina er Thanksgiving í USA, og er ég nú yfirleitt ekki mikið fyrir svona USA hátíðisdaga en ég ætla nú samt að reyna grafa í jákvæðisboxið mitt (reyna grafa mig í gegn um vælið og volæðið í próflestrinum) og finna hluti sem ég er þakklátur fyrir
- Í fyrsta lagi er ég mjög þakklátur fyrir að einhver nenni að lesa bloggið mitt og commenti á færslurnar, og þannig skapi smá umræður.
- Ég er mjög þakklátur fyrir glósurnar sem ég fékk frá Sollu á 4 ári... þær eru alveg að bjarga mér í prófunum
- Ég er þakklátur fyrir þykku úlpuna, húfuna og vetlingana mína í þessum kulda
- Ég er þakklátur þeim sem kynnti mig fyrir "foam roller" eða nudd-rúllunni minni... nýr maður eftir að hafa notað hana af viti á æfingum... held að það hafi verið Haukur sem sýndi mér þetta fyrst.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það sem ég er að hugsa þessa daganna
20.11.2008 | 09:39
1. Sit ups eru ekki málið og two girls and a cup.... (gott saman) Eins og talað úr mínum eigin munni... Sit-ups eru EKKI málið, og hann rökstyður það með góðu videoi, sem er ekki nauðsynlegt að kíkja á. En lestu þetta!!! http://www.bostonherald.com/blogs/entertainment/step_up/index.php/2008/11/19/woman-gains-weight-trainer-is-a-nimrod/ þessi gaur er magnaður... hann meira að segja vitnar í sömu bók og ég varðandi kviðæfingarnar, mæli með því að þú lesir það því hann kemur með önnur atrið en ég til rökstuðnings. Já og líka dæmið með að blóð þyngist með tilkomu súrefnis.... Shit ég hélt ég yrði ekki eldri! en áfram með bloggið mitt! 2. Er photoshop verkfæri djöfulsins? spáðu í því ef þessi gella, sem er í nokkuð awesome formi, er tekin í svona myndatöku og er gerð heitari... þetta er náttúrulega bara rugl! Á fólk virkilega að miða sig við þessar feik dósir sem sumir vilja kalla stjörnur? 3. Fæðubótaefnabransinn og Bigger Stronger Faster myndin ef þú ert ekki búin að sjá þessa mynd... þá áttu mikið eftir ólifað! Hún er GEGGJUÐ! sýnir okkur kannski að hydroxycut dúddinn er svindlari... eða hvað, gerir hann þetta alveg sjálfur... hver veit! Passaðu þig bara á því hvað þú lætur ofan í þig, og ekki fara eftir before-and-after myndum... notaðu rannsóknir! Helst eftir einhvern annan en Dr. Spaceman úr 30 Rock
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvort ertu Plús eða Mínus
16.11.2008 | 17:54
Ég sá mjög sniðugt blogg hjá Alwyn Cosgrove, (fitness þjálfara í USA) hérna um árið og langaði að skrifa aðeins hvað þetta efni.
Þessi grein hjá honum fjallaði um ákveðna orku, á hvaða sviði sem er í lífinu; í fjármálum þínum, einkalífinu, vinirnir eða hvað sem er. Allt snýst um að halda ákveðnu jafnvægi (svoldið væmið), og að koma út í plús... fjármála snillingarnir tala um þetta sem peningar inn og peningar út,
Hlutir sem láta þig eyða peningum = mínus
Hlutir sem láta þig græða peninga = plús... ég er þó engin sérfræðingur á sviði peninga :)
Þetta hugarfar er hægt að nota á hinum ýmsu sviðum lífsins. t.d varðandi mataræði, fólk sem þú umgengst, og hluti sem þú gerir... svo lítið sé nefnt
Mataræði
Hollur matur sem gefur þér mikla orku lætur þér líða vel = Plús
Óhollur matur sem dregur úr þér orku (t.d blóðsykurfall) og dregur þannig úr þér = mínus
Fólk
Fólk sem veitir þér hvatningu og gefur þér orku = plús
Fólk sem rífur þig niður og dregur úr þér orku = mínus
Hlutir sem þú gerir...
... sem veita þér aukna orku (eins og að æfa) og drífa þig áfram = plús
... sem draga þig niður og gera þig þreyttan og orkulausan = mínus
Margir vilja halda því fram að árangur í lífinu snúist um að fækka mínusum og fjölga plúsum, og er ég bara því hjartanlega sammála. Ef þér líður betur (plús) þá hlýturðu að hafa meiri vilja fyrir sköpunargleðina og metnaðinn.
Einu sinni var ég með þjálfara sem gerði ekkert nema að skammast í leikmönnum og voðalega lítið uppbyggjandi í garð leikmanna, eins og að segja þeim til og reyna bæta þá á uppbyggilegan hátt = mínus persónuleiki, ekki þurfi að spyrja að árangri og vinsældum þessa manns.
Annar maður sem var að þjálfa mig, og að mínu mati mun betri þjálfari, sem talaði sífellt jákvætt til leikmanna, hvatti þá áfram og fann yfirleitt alltaf jákvæðu hliðarnar og lausnir á öllum vandamálum. Og í minn garð þá tók hann mig oft afsíðis og sagði mér til, hvað ég gæti gert betur og fór með okkur á séræfingar... þeas var sífellt í því að byggja mann upp en ekki rífa mann niður. = plús persónuleiki
Það þarf nú ekki að spyrja að því hvort sé betra!!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kvið-kreppur eru ömurlegar
7.11.2008 | 17:37
Ég veit ekki hvort þið hugsið það sama og ég, en þegar ég er í ræktinni og sé manneskju (sem er oft í góðri yfirvigt) sem er að taka sínar 3x50 kviðkreppur (crunches)... Ég bara dauðvorkenni þessu fólki.
Venjuleg kviðkreppa eða uppseta (sit-up) er til þess ætluð að draga brjóstkassann í átt að mjaðmagrindinni. En er það virkilega það sem við viljum að kviðvöðvarnir okkar geri? Ó nei, hlutverk þeirra er mun mikilvægara en það skal ég segja ykkur.Anyway... flestir hafa þó ástæðu fyrir að gera þessa blessuðu æfingu. Skulum samt staldra aðeins við og athuga hvort þessi æfing sé að skila því sem við ætlumst til af henni.
Grenna þær mittismálið?
Gera þær magann flatari?
Gera þær kviðinn sterkari?
Koma þær í veg fyrir mjóbaksverki?
Það er bara eitt svar við þessum spurningum... NEI(Já og BTW ég gjörsamlega þoli það ekki þegar ég sé auglýsingar sem segja Click here to get a flat stomache... aumingja þeir sem klikka!!!)
Afhverju eru kviðkreppur ekki málið?
Ég legg mig mikið fram við það að segja ekki tóma steypu og hef alltaf eitthvað á bak við mig, bækur, námið mitt og þekkingu frá öðrum sérfræðingum.
Kviðkreppur grenna þig á ekki kviðsvæðinu né gera kviðinn flatari vegna þess að fitubrennsla er systematisk en ekki svæðisbundin. þannig ef það er markmiðið með kviðæfingunum þínum þá ertu á rangri leið. Kviðkreppur/sit-ups gera kviðinn ekki sterkari vegna þess að sá verknaður sem felst í því að taka sit-ups er ekkert mál að gera með öðrum vöðvum og skriðþunga (t.d þá er heimsmethafinn í sit-ups er t.d ekki einu sinni með six-pack, hahaha). Crunches er heldur ekki málið vegna þess að sú hreyfing sem þú gerir (flexion í mjóbaki, draga brjóstkassa að mjaðmagrind) er engan vegin aðalhlutverk kviðvöðvanna, og sérstaklega að spenna í c.a 0.5 sek - slaka- repeat... og því færðu ekki sterka, í það allra minnsta ekki rétt sterka kviðvöðva.
Kvið-kreppur og aðrar æfingar sem stuðla að hreyfingu í mjóbaki koma ekki í veg fyrir bakverki, né laga bakverki, þær gera akkúrat öfugt og eru slæmar fyrir bakheilsu... ó já!!! Það að taka kviðkreppu má líkja við að beygja sig vitlaust fram, eða bogra, og taka upp léttann kassa. Það kemur svipað álag á mjóhrygginn í þessum tveimur hreyfingum.
Hvert er þá hlutverk kviðvöðvannaMargir halda því fram að aðalhlutverk kviðvöðvanna sé að hreyfa bakið fram á við (flexion) og þannig draga saman brjóstkassa og mjaðmagrindina. Þetta er ekki alveg rétt, þrátt fyrir að vöðvarnir geti gert þessa hreyfingu. Hlutverk þeirra er aftur á móti að koma í veg fyrir hreyfingar í baki og halda því stöðugu, sem einmitt kemur í veg fyrir meiðsli og almenna bakverki.Mér til stuðnings þá segir Dr. Stuart McGill í bók sinni Ultimate Back Fitness and Performance að kvið-kreppur séu beinlínis slæmar vegna álagsins sem æfingin setur á hryggþófana. Einnig þá segir doctorinn að þessi æfing vinni ekki að stöðugleika hryggjarinns eins og kviðvöðvarnir eiga auðvitað að gera. Einnig þá bendir hann á rannsóknir sem sýna það að síendurteknar kviðkreppur geti beinlínis skaðað bakið. Í stuttu máli þá er hlutverk kviðvöðanna ekki að hreyfa heldur að stabilisera og koma í veg fyrir hreyfingar. Á maður þá ekki að æfa kviðvöðvana þannig, í því að koma í veg fyrir hreyfingar? Jú!!!

Hvernig á þá að þjálfa kviðvöðvana
Ahh fyrst ég er búin að drulla yfir þessar svokölluðu venjulegu kviðæfingar sem fólk gerir svo mikið af, þá er það bara almenn kurteisi að koma með nýjar...

Side plank

Plank
Row Plank
Svo eru alveg til fleiri æfingar en ég nenni ekki að hafa þetta lengra núna... meira um þetta seinna!!
Hrós og Last vikunnar... og
3.11.2008 | 10:21
Hrós
- Íslenska landsliðið í knattspyrnu.... já kvenna, ekki karla: Það þarf náttúrulega ekkert að ræða þetta neitt frekar, stelpurnar OKKAR stóðu sig gífurlega vel og unnu Íra 3-0 á skautasvellinu í laugardalnum. Við bekkurinn mættum til að styðja hana Ástu okkar, sem stal senunni með innköstunum sínum. Innköstin eru þó ekki það eina sem hún gat í leiknum heldur var hún gífurlega dugleg upp kanntinn með fyrirgjafirnar og minnti á Daniel Alves
- Commentarar: Jebb þið sem hafið verið að commenta duglega á bloggið og skapað umræður fáið einstaklega mikið hrós.

- Allir þeir sem fara að bara "brenna" í ræktinni: nánar að því síðar, en það er bara mesta vitleysa í heimi þessi fitubrennslupúls sem allir halda að þeir verði bara ofur kuttaðir af því að vinna á... bjánar!
- Bakið á mér: það hefur ekki verið skemmtilegt þessa vikuna... en ég er að vinna í þessu, batnandi fólki er best að lifa... er þaggi?

Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hnébeygja... can you handle the truth!!!
29.10.2008 | 21:53
Já móðir mín, sú duglega kona er í einkaþjálfaraskóla hjá keili í keflavík, kannski kannast einhver hérna við þennan skóla. En það sem ég ætlaði að fjalla um er hnébeygja. Bekkurinn hennar múttu var víst í verklegum tíma og varið var að fara yfir þá mögnuðu æfingu sem hnébeygja er og kennarinn, sem er Sjúkraþjálfari M.Sc, var að spyrja hvað skuli hafa í huga þegar gera skal góða hnébeygju.
Og þá sagði einhver dýpt, fótstaða og svona almennt common sense en svo sagði víst einn frauðheilinn í hópnum "passa að hnén fari ekki fram fyrir tærnar"... sem er náttúrulega bara rugl. Það hefur einhverjum non-evidance based þjálfara-bjána dottið þetta í hug á sjöunda áratugnum og allir hlustað á hann afþví hann var massaður.
En aftur að sögunni, kennarinn var svo hneykslaður að hann ákvað að henda næsta handlóði í hausinn á honum... nei segi bara svona. Hann einfaldlega leiðrétti manninn, sem trúði honum ekki enn... þá hefði hann hinsvegar átt að henda handlóði í hann og reyna prenta upplýsingarnar almenilega inn!
Nú spyr kannski einhver bíddu afhverju segir þessi gaur að það sé í lagi að fara með hné fram fyrir tær (NB ef þú ert með heilbrigð hné, ekki þú Siggi... nei).
Hérna eru nokkrar góðar ástæður og rökstuðningur fyrir máli mínu:
- Ef þú ert með heilbrigð hné þá eiga þau vel að þola fullan hreyfiferil og því engin ástæða til þess að vinna í takmörkuðum hreyfiferli.
- Ef þú ætlar að taka fulla hnébeygju (sem ég mæli eindregið með, amk 90°) og þú ætlar að passa þig að tærnar fari ekki fram fyrir hnén þá kemur yfirleitt alltaf aukin beygja á mjóbakið og of mikill hreyfanleiki, sem er mjög óæskilegt
- Hnébeygja er æfing sem tekur öllum stóru vöðvahópunum í neðri útlim og vinnur mikið með samspil þessarra vöðvahópa. Þá meikar það einfaldlega sens að vöðvahóparnir, gluteal vöðvar (rass) quatriceps (framanverð læri) og hamstrings (aftanverð læri) séu í sem bestri lengd til að ná góðum samdrætti. Það þarf að vera rétt hlutfall á beygjunni í hnjánum og mjaðmaliðnum (og bakinu kannski )svo það komi ekki OF mikil hreyfing á neinn þeirra... viljum ekki fara yfir eðlilega hreyfigetu.
- Sumir segja að þetta sé slæmt fyrir hnén... ég er ósammála svo lengi sem þú ert með þyngdir sem vöðvar þínir ráða við. Og að auki þá nærist brjóskið, sem allir halda að fari svona illa í hnébeygju, besti við fullann hreyfiferill (nánar um það síðar).
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tími til kominn
27.10.2008 | 11:51
Komin tími til þess að maður láti í sér heyra!
Já ég held að ég sé búin að væla í nokkuð mörgum um að ég ætti nú að stofna mér blogg, ég á það nefnilega svoldið til að hafa sterkar skoðanir á hlutunum... þannig ég ákvað bara að demba mér út í þennan heim bloggsins.
Fyrsta færslan verður stutt en í henni er spurning bæði sem ég ætla að svara og gaman væri ef nokkrir myndu kommenta og svara sjálfir
Ef þú fengir að velja 5 manneskjur og sjá hvernig þær æfa, hvaða manneskjur myndir þú velja?
Stelpur hafiði ekki oft spáð í því hvernig þessi celeb æfa og svona... og Haukur vill örugglega fá að vita hvernig Vin Diesel og fleiri æfa.
MMyTop 5: ekki í röð eftir mikilvægi eða áhuga...
VinDiesel
Nuffsaid... kallinn er flottur (nema þarna í barna-löggumyndinni, ojbara)
Madonna
ferhrikalega í taugarar á mér að fólk heldur að hún æfi bara á einhverjuhristitæki (Power-Plate, sem ég ætla ekki að fara nánar útí).
CharlesPoliquin
Einnþekktasti og virtasti þjálfari heimsins... vill líka bara fá að vita hvernighann hagar deginum hjá sér. Að vera svona klár og samt hafa tíma til að verameð olíutunnu-upphandleggi is beyond me.
StevenGerrard
Égveit að hann er fótboltamaður og þeir eru ekki þekktir fyrir miklalíkamsræktarþekkingu, en hann var að byggja 2 hæða líkamsrækt BARA fyrir sig...so i wanna tékk it out.
UsainBolt
efþú kemur í mark LANGT á undan hinum og hefur tíma til að fagna OG setjaheimsmet þá vill maður vita hvernig þú æfir
Later folks.... commenta, hverja viljið þið?
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)